Þrátt fyrir að enn séu meira en tíu vikur í að knattspyrnusumarið hefjist er þegar búið að draga í fyrstu umferðir í bikarkeppni karla og kvenna. Karlalið ÍBV og KFS koma inn í keppnina í 2. umferð, ÍBV tekur á móti ÍR 2. júní og sama dag tekur KFS annað hvort á móti KV eða Ými, sem mætast í 1. umferð. Kvennalið ÍBV tekur hins vegar á móti Fjölni í 1. umferð í bikarkeppni kvenna. ÍBV tefldi fram liði í bikarkeppni kvenna í fyrra en hefur ekki tekið þátt í Íslandsmótinu í tvö ár. Dráttinn í fyrstu umferðum bikarkeppnanna má sjá hér að neðan: