Akureyri náði í dag sex stiga forystu á ÍBV í botnbaráttu N1 deildarinnar með öruggum sigri á heimavelli. Lokatölur urðu 40:26, Akureyri í vil en staðan í hálfleik var 19:14. Akureyringar eru í sjötta sæti deildarinnar með átta stig, Afturelding í sjöunda með sex stig og ÍBV er enn sem fyrr í neðsta sæti með aðeins tvö stig. Nú tekur við sex vikna hlé á Íslandsmótinu og ljóst að Eyjamenn verða að nýta fríið vel ef þeir ætla að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst