Best skreyttu húsin í Árborg hafa verið valin og voru eigendur þeirra verðlaunaðir sl. þriðjudag. Fallegustu heimilin eru við Laufhaga 6 á Selfossi, hjá Guðmundi Guðmundssyni og Lilju Kristinsdóttur og Tryggvagötu 3 á Selfossi hjá þeim Þorsteini og Fjólu sem eru á myndinni að ofan. Hárgreiðslustofan Mensý við Austurveg 29 var best skreytta fyrirtækið annað árið í röð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst