Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttamaður ársins, var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar liðið lék gegn Portúgal í dag á sterku móti í Portúgal. Íslenska liðið vann 3:0 og gerði Margrét fyrstu tvö mörk leiksins. Þá bar hún fyrirliðabandið í 40 mínútur eftir að Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslands fór af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst