Síðdegis á þriðjudag höfðu 460 manns skrifað undir mótmæli vegna endurnýjunar á starfsleyfi til Lýsis hf. fyrir fiskþurrkunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Guðmundur Oddgeirsson segir viðtökurnar góðar en söfnuninni átti að ljúka í gær, miðvikudag. Illa hafi hins vegar gengið að fá listann til að liggja frammi hjá þjónustuaðilum í bænum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst