Allt bendir til þess að áætlun farþegaskipsins Herjólfs raskist ekki þrátt fyrir mótmælaaðgerðir vörubílstjóra á Suðurlandsveginum við Rauðavatn. Svo virðist sem farþegar og vöruflutningabifreiðar hafi sloppið við mótmælaaðgerðirnar en samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi var talsverður fjöldi farþega kominn til Þorlákshafnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst