Þann 17 okt næstkomandi verða haldnir heiðurstónleikar hljómsveitarinnar Eagles í Laugardalshöllinni. Eagles hefur um áratugaskeið verið ein af vinsælustu hljómsveitum heimsins, þrátt fyrir að hafa ekki gefið út plötu í áraraðir en sveitin lifir enn á smellum eins og Hotel California, Tequila Sunrise, Take it easy, Desperado og marga fleiri slagara. Eagles sendi svo frá sér sína fyrstu hljóðversplötu í 28 ár nýverið, Long road out of Eden sem hefur fengið mjög góða dóma. Það er 2B Company ehf sem stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við 6 Strengi ehf en Björgvin Rúnarsson sagði í samtali við Rúnar Róberts á Bylgjunni að landslið söngvara muni kyrja lög Eagles.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst