Vinnslustöðin er í áttunda sæti kvótahæstu útgerða landsins á komandi fiskveiðiári, miðað við þorskígildistonn, en var í sjöunda sæti á þessu kvótaári. Ísfélagið er í tíunda sæti en var í þrettánda sæti á þessu kvótaári. Fimm stærstu kvótahafarnir ráða yfir 31% af heildaraflaheimildum í þorskígildum mælt og tíu stærstu fyrirtækin eru með helming heildarkvótans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst