Deilt hefur verið um þá ákvörðun að leggja sæstrengi í gegnum friðlandið við Surtsey. Jafnvel talað um að hún verði tekin af Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri Farice telur litlar líkur á því. Hann bendir á að strengirnir Danice og Greenland connect liggi aðeins í gegnum smá horn á hinum friðlýsta hafsbotni við eyna. Hann telur að jafnvel verði hafsbotninn betur verndaður en áður við þessa lögn. Á meðfylgjandi korti má sjá hvar strengirnir liggja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst