Framkvæmdir eru nýhafnar við Lyngdalsheiðarveg milli Þingvalla og Laugarvatns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, Klæðningu ehf. í Hafnarfirði, sem bauðst til að vinna verkið fyrir sléttar 500 milljónir króna.
Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar, segir að fyrirtækið hafi byrjað vegagerðina upp úr miðjum ágústmánuði og brátt fari allt á fullt. Byrjað var að leggja vegtengingu frá Lyngdalsheiðarvegi að núverandi Gjábakkavegi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst