Hápunktur Ljósahátíðarinnar í Reykjanesbæ var í gærkvöldi en þá var m.a. næstglæsilegasta flugeldasýning ársins og heilmikið um að vera í bænum. Talið er að um 50 þúsund manns hafi verið í bænum en senuþjófarnir í ár voru úr Vestmanneyjum. Nei, það voru hvorki Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar né Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar heldur Þrettándatröllin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst