Nú sér fyrir endann á golfsumrinu en síðasta mót sumarsins ár hvert hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja er Bændaglíman. Mótið fer fram í dag og hefst klukkan 17.00. Mótið fer þannig fram að skipt er í tvö lið, líkt og í Ryderkeppninni og mun tapliðið þjóna sigurliðinu til borðs í veislu í mótslok. Fyrirliðar sveitanna eru í ár þeir Búmannshnykkur frá Stóra Kroppi og Hræfinnur frá Mykjunesi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst