Troðfullt var á veitingastaðnum Hafinu bláa í fyrrakvöld þegar Hrútavinafélagið á Suðurlandi blés til kvöldverðar þar sem boðið var upp á hausastöppu. Formaður Hrútavina, Björn Ingi Bjarnason, er eitt mesta félagsmálatröll á landinu og viðburðir á hans vegum eru gríðarlega vel sóttir. Stjarna kvöldsins var einn af skjólstæðingum Hrútavina, Árni Johnsen þingmaður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst