Í kvöld tekur ÍBV á móti úrvalsdeildarliði Fram í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar en leikur liðanna hefst klukkan 19.00. Framarar, undir stjórn Viggó Sigurðssonar, byrjuðu ágætlega í N1 deildinni, unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu síðasta leik gegn Val. Eyjamenn hafa hins vegar tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum, síðast gegn Aftureldingu á útivelli 32:17. Eyjamenn eiga hins vegar ás upp í erminni því sjálfur bæjarstjórinn var á bekknum í síðasta heimaleik og verður væntanlega á sínum stað í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst