Á Bakkanum gengur lífið sinn vanagang í kyrð og ró. Ekki þurfum við að óttast bankahrun því hér er engin banki.
Bankinn fór héðan árið 2001 til þess að taka þátt í Matador í útlöndum og nú er spilið tapað eins og alþjóð veit. Við þurfum heldur ekki að óttast vöruskort í kaupfélaginu, því kaupfélagið fór í leiðangur árið 2002 og hefur ekki sést hér síðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst