Fýll var mikil búbót fyrir mörgum árum síðan og étinn einu sinni í viku á sumum bæjum allan veturinn. Í dag þykir þetta herramannsmatur og er mikil hátíð þegar fjölskyldur og vinir koma saman til að snæða fýl og svo verður vissulega laugardaginn 8. nóvember n.k.
Fýlaveislan í Vík er einmitt hugsuð til þess að fá fólk til að koma saman. Heimamenn, brottfluttir, vinir og vandamenn hittast til að snæða fýl sem er sérstakt mýrdælskt fyrirbæri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst