Í dag tók ÍBV á móti Álftanesi í 2. deild karla í körfubolta. Liðin höfðu einu sinni áður mæst í vetur, þá í bikarkeppninni í Vestmannaeyjum þar sem Eyjamenn höfðu betur 80:55. Svo virðist sem leikmenn ÍBV hafi tak á Álftnesingum því lokatölur í dag urðu 82:71. Leikurinn var reyndar í járnum lengst af en í fjórða leikhluta fengu varamenn ÍBV tækifærið og nýttu það til hins ítrasta og kláruðu leikinn af öryggi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst