Mikill niðurskurður á margvíslegum verkefnum kemur fram í nýbirtum breytingatillögum ríkisstjórnarinnar og meirihluta Fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu um fjárlög 2009.
Þannig er t.d. reiknað með að vegaframkvæmdir verði skornar niður um 5,5 milljarða á næsta ári frá því sem fyrirhugað var í fjárlagafrumvarpinu í október og átak í umferðaröryggismálum er slegið af. Öll framlög til Fjarskiptasjóðs virðast tekin af, þannig að líklega er úti um háhraðanettengingar í dreifbýlinu, ef rétt er skilið. Framlög til niðurgreiðslu á hitun íbúðarhúsnæðis á köldum svæðum lækka um 200 milljónir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst