Fólksbifreið með þremur ungmennum valt á Suðurstrandarvegi við Hlíðarenda í Ölfusi síðdegis á föstudag. Bifreiðin fór eina veltu og skemmdist mikið en fólkið slapp við meiðsli. Í tilkynningu lögreglunnar á Selfossi segir að ökumaðurinn hafi ekki verið með ökuréttindi enda ekki nema 16 ára.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst