ÍBV tekur á móti Stjörnunni í kvöld á Hásteinsvelli klukkan 19.15. Undirbúningur fyrir leikinn stóð yfir þegar blaðamann Eyjafrétta rak að garði í gær en verið var að ganga frá vellinum, mála línur á hann og slá hann. Guðjón Magnússon, starfsmaður vallarins var í óða önn að móta form á vellinum en hann vildi ekki gera mikið úr þeim vísindum.