Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er í kapphlaupi við tímann að ná sér góðum af meiðslum áður en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni um aðra helgi. „Það er smátognun í lærinu sem er að angra mig. Ég var að reyna einhver „trix“ í vitlausum vítateig og það endaði bara með ósköpum,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær en hann meiddist í æfingaleik gegn smáliðinu Eastleigh á dögunum.