Á laugardaginn var Verslunarmannaballið haldið með pompi og prakt í Höllinni en ballið er orðið einn af föstu punktum skemmt- analífsins í Eyjum eftir að hafa verið endurvakið fyrir nokkrum árum. Um 250 manns voru í mat og skemmtun en skipulag salarins gerði það að verkum að það var eins og 400 manns væru í salnum. Ekki var að sjá annað en að fólk skemmti sér konunglega og maturinn var frábær.