Pálsstofa verður opnuð á Byggðasafni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safnanna og Safnahelgi á Suðurlandi. Sýningin Heima og Heiman verður í anddyri, kjallara og aðalsal Safnahúss og er um lífshlaup Páls Steingrímssonar, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumanns. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, sagði undirbúning í fullum gangi og sjálf hefur hún staðið í málningarvinnu undanfarna daga en Ólafur Engilbertsson hannar og setur upp sýninguna.