Sjúkraflugvél sem útveguð var til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum á dögunum er föst á meginlandinu vegna þoku. Vélin mun hafa farið í skoðun í gær og átti að snúa aftur til Eyja eftir það. Sjúkraflugið hefur verið í uppnámi undanfarið eftir að DV greindi frá því að Eyjamenn væru án sjúkraflugvélar þar sem engar flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja væru með lofthæfisskírteini. FV hefur sinnt sjúkraflugi frá 1. apríl í fyrra.