Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið kynnti í gær drög að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Þær áformuðu breytingar eru tvíþættar. “Annars vegar er heimild til vigtunar á afla íslenskra skipa á markaði erlendis felld niður. Hins vegar er reglum um úrtaksvigtun afla breytt þannig að gert er ráð fyrir að endurvigtunarleyfishafar geti framvegis valið á milli tveggja mismunandi leiða við úrtaksvigtun.