Á morgun, laugardag er fundur í Ásgarði kl:11:00 með Einar K. Guðfinnssyni fyrr. Sjávarútvegsráðherra. Það er ljóst að aðför vinstri stjórnar á lífæð Íslands er hafin. Sjávarútvegsmál skipta okkur Eyjamenn sem og aðra landsmenn miklu máli. Nú þegar er ljóst að með tillögum vinstri flokkanna um nýjar reglur um vigtun og skráningu sjávarafla muni koma sér afar illa fyrir sjómenn og útgerðarmenn í Vestmannaeyjum og þá allt samfélagið í heild.