Eignarhaldsfélagið Fasteign hefur ákveðið að lækka leigu á fasteignum sem Vestmannaeyjabær leigir úr tæpum 17 milljónum, sem greitt var fyrir leiguna í nóvember, niður í rúmar 12 milljónir. Leigugreiðslur hafa hækkað óheyrilega seinustu misseri. Þannig var leigurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar til Fasteignar 9,4 milljónir í nóvember 2007, 15 milljónir í nóvember 2008 og í nóvember 2009 var upphæðin komin upp í 16,9 milljónir. Leiguverð hafði því hækkað um 80% á tveimur árum eða um 7,5 milljónir.