Eins og greint var frá fyrr í dag lagði Unnur Brá Konráðsdóttir fyrirspurn fyrir Kristján L. Möller samgönguráðherra hvort uppi væru áform að breyta aðkomu ríkisins að flugsamgöngum til Vestmannaeyja vegna tilkomu Landeyjahafnar. Á svörum ráðherra var ekki annað að skilja en að svo sé, ríkisstyrkt flug eigi að halda áfram til 1. ágúst næstkomandi.