Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp um vigtun á fiski sem fluttur er út í gámum. Þar eru ákvæði um að aflinn verði vigtaður hér heima í staðinn fyrir erlendis. Útvegsmenn telja að breytingin verði til að hamla útflutningi á fiski í gámum enda fái þeir oft á tíðum hærra verð þar en hér heima. Arnari Hjaltalín, formanni Drífanda, líst vel á aðgerðir sem leiða til meiri vinnu innanlands í stað þess að fóðra fiskvinnslufólk í Evrópu.