Vestmannaeyjabær hyggst verja 20 milljónum króna í uppbyggingu á tjaldsvæði við Þórsheimili, ofan Hamarsvegar á næsta ári. Hugmyndin er að nýta hraunið og lautir sem þar er að finna til að útbúa hólfaskipt tjaldsvæði og bæta enn frekar aðstöðu fyrir tjaldgesti í Þórsheimilinu. Framkvæmdina má finna í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2010.