Huginn VE 55 landaði 500 tonnum af gulldeplu í fiskeldisfóður
21. desember, 2009
500 tonnum af gulldeplu var landað úr Huginn VE 55 á Ísafirði um helgina. Gulldeplan er ætluð sem fóður í fiskeldi Álfsfells og Hraðfrystihússins Gunnvarar. Er þetta í fyrsta sinn sem landað er frosinni gulldeplu í eldi á Íslandi.