Nú er að líða að þeim tíma þegar Eyjamenn skjóta upp gamla árinu og fagna því nýja. Björgunarfélag Vestmannaeyja opnaði í gær flugeldasölu sína en sölustaðurinn er í Skátaheimilinu við Faxastíg eins og undanfarin ár. Flugeldasala er ein helsta tekjulind félagsins en Eyjamenn hafa aldrei látið sitt eftir liggja og styrkt myndarlega við starfið. Flugeldasalan verður opin næstu daga fram á kvöld en nánari opnunartíma má sjá hér að neðan.