Vorboðinn ljúfi hefur látið sjá sig í Vestmannaeyjum en sést hefur til svartfugls í berginu í Ystakletti. Þetta er óvenjusnemma en í fyrra settist svartfuglinn upp 15. febrúar. Talið er að hlýindi síðustu vikur geri það að verkum að fuglinn er fyrr á ferðinni en áður.