12. mars næstkomandi verður boðið upp á Eagles tribute tónleika í Höllinni en tónleikarnir voru síðast í Eyjum fyrir þremur árum. Þá voru um 500 manns á tónleikunum sem þóttu afar vel heppnaðir en nú verður 14 manna hljómsveit, ásamt söngvurum, sem mun flytja öll bestu lög rokksveitarinnar goðsagnakenndu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Höllinni.