Hafrannsóknastofnun er nú hætt formlegri loðnuleit og er Árni Friðriksson kominn til hafnar. Það er því varla von til þess að frekar verði aukið við kvótann, sem er óvenju lítill í ár. Þó munu veiðiskip, í samráði við Hafrannsóknastofnun fylgjast með hvort vesturganga lætur á sér kræla, en dæmi eru um að loðna komi að vestan og beint inn á Breiðafjörð og Faxaflóa, án þess að fara fyrst í kringum landið.