Ég undirritaður Elliði Aðalsteinsson, hef verulegan áhuga á því að fá svör ykkar við meðfylgjandi spurningum varðandi fiskveiðistjórn. Spurningarnar birtast í Eyjafréttum 6. maí nk. þannig að svara er óskað viku síðar, þann 13. maí nk. Ég læt ykkur um að ákveða hvernig þið svarið, hvort sem það verður í sitthvoru lagi eða í sameiningu.