Laugardaginn 8. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár, en félög og einstaklingar taka að sér að hreinsa ákveðin svæði.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.