Forsala miða á tónleika Tríkot og Lúðró hófst í morgun í bensínsölunni Kletti við Strandveg. Þetta er í þriðja, og jafnframt síðasta sinn sem sveitirnar leiða saman hesta sína en um 500 manns voru á tónleikunum í fyrra og komust færri að en vildu. Tónleikarnir verða laugardaginn 15. maí í Höllinni en Sæþór Vídó, söngvari og gítarleikari Tríkot, segir vissara að kaupa miða í tíma því aðeins 500 miðar séu í boði.