Af reynslu minni af þeim ferðamönnum sem komið hafa til Vestmannaeyja hefur svarið við spurningunni um hvernig þeim hafi líkað heimsóknin, alltaf verið á einn veg: „Það er mjög gott að vera hér… EN.“ Ég vil að þegar ferðamaður er spurður hvernig var hér að hann geti sagt: „Hér er mjög gott að vera og öll þjónusta og umgjörð í kringum ferðaþjónustu er til fyrirmyndar,“ og en-ið verður ekki til staðar.
En í dag er það þannig að móttaka fyrir þá ferðamenn sem til Vestmannaeyja koma er ekki til fyrirmyndar!