Dýpkun er hafin í mynni Landeyjahafnar að nýju. Dýpkunarskipið Perla lagð af stað frá Vestmannaeyjum á fimmta tímanum í morgun. Ölduhæð hefur verið rétt rúmur metri frá því um klukkan tvö við Landeyjahöfn, en hún má ekki vera meiri svo skipið geti athafnað sig. Ágætis veður er við höfnina en vegna ölduhreyfinga gengur verkið hægt um sinn. Rétt fyrir klukkan átta í morgun voru menn að losa fyrsta farminn, en undir venjulegum kringumstæðum tekur um klukkutíma að fylla skipið.