„Við erum með umsókn hjá Siglingastofnun um nýtt haffærisskírteini fyrir Herjólf og byggir á því að við getum opnað klefana aftur,“ sagði Guðmundur Pedersen hjá Eimskip þegar hann var spurður út í klefamál um borð í Herjólfi. Mikil óánægja er meðal farþega sem ferðast með skipinu til Þorlákshafnar. Guðmundur vísar því alfarið á bug að dýnur hafi verið fjarlægðar úr svefnplássum í skipinu en sögusagnir um það hafa gengið um bæinn.