Eftir 1. október verður ekki flugvallarþjónusta á Bakkaflugveli, en öllum frjálst að lenda á vellinum en menn gera það á eigin ábyrgð. „Þetta er tímabundin ráðstöfun og verður endurskoðuð með vorinu,“ sagði Ingibergur Einarsson, rekstrarstjóri Vestmannaeyja- og Bakkaflugvallar. Flugfélagið Ernir tók við rekstri á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Vestmanneyja í byrjun ágúst en þá hætti Flugfélag Íslands rekstri þar sem ríkisstyrkur á flugleiðinni var felldur niður.