„Það er ekki efi í okkar huga að lundaballið á laugardaginn verður það flottasta frá upphafi. Eina ballið sem stenst einhvern samjöfnuð er ballið fyrir sjö árum sem var líka í okkar umsjón. Erum við þá ekki að monta okkur,“ sögðu Halldór og Einar Hallgrímssynir, talsmenn félaga í Ystakletti sem heldur Lundaballið í ár.