Hætt verður að taka á móti börnum í Vestmannaeyjum, gangi niðurskurðaráform eftir og nýir Eyjamenn fæðast þá uppi á fastalandi. Ljósmóðir segir hættuástand geta skapast, enda séu samgöngur á milli lands og eyja oft erfiðar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fær Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 512 milljónir króna, sem er 160 milljónum minna en í fyrra. Skera á niður um tæp 24 prósent.