Hermann Hreiðarsson hefur náð samkomulagi við enska 1. deildarliðið Portsmouth um nýjan eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hermann skrifar undir samninginn í dag en sem kunnugt er hefur hann verið frá keppni í rúmlega hálft síðan hann sleit hásin í leik með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í mars.