Síma-, sjónvarps-, og netsambandslaust var í Vestmannaeyjum í morgun. Ljósleiðari á milli lands og Eyja fór í sundur en sambandi var komið á í gegnum annan ljósleiðara. Ljósleiðari Mílu sér um gagnaflutning milli lands og Eyja sambandið var fært yfir á ljósleiðara Gagnaveiturinnar vegna viðhalds á ljósleiðara Mílu. Leiðari Gagnaveitunnar fór hins vegar í sundur í morgun og því var sambandið flutt aftur til baka á Mílustrenginn.