Rétt í þessu var að ljúka fjölmennum starfsmannafundi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Um 60 manns sátu fundinn og var hljóðið þungt í fundarmönnum, enda liggur fyrir gríðarleg breyting á starfsemi stofnunarinnar ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar fór yfir gang mála undanfarið og furðaði sig á vinnubrögðum við gerð frumvarpsins. Framlög til sjúkrahússins eiga að fara úr 400 milljónum í 260 milljónir og telur Gunnar ómögulegt að reka sjúkrahúsið á þeim forsendum.