Fjölmargir erlendir blaðamenn heimsóttu Ísland í sumar til að kynnast íslenskum golfvöllum. Golvöllurinn í Vestmannaeyjum fær venju samkvæmt mikla athygli og langflestir eru með myndir og umfjöllun um völlinn, sem af mörgum þykir einstakur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Völlurinn virðist því heilla þá sem hingað koma, nú sem endra nær.