Taflfélag Vestmannaeyja leiðir eftir fyrstu umferð Íslandsmót skákfélaga, sem hófst í gær í Rimaskóla, eftir 8-0 stórsigur á Skákdeild KR. Taflfélag Bolungarvíkur er í 2. sæti eftir 6½-1½ sigur á Fjölni og Hellismenn eru í þriðja sæti eftir 6-2 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Önnur umferð fer fram í fer á eftir og hefst kl. 11. B-sveit Bolvíkinga leiðir í 2. deild, Víkingaklúbburinn í þriðju deild og Kórdrengirnir og B-sveit Selfyssinga í fjórðu deild.