Einhver umræða hefur átt sér stað um fjölda mótmælenda á mótmælunum á Stakkó í gær. Lögregla áætlaði að um 600 manns væru á mótmælunum og Ríkissjónvarpið og Eyjar.net hafði það eftir þeim. Morgunblaðið sagði að á annað þúsund manns hefðu tekið þátt í mótmælunum en ritstjórn Eyjafrétta taldi að um 1500 manns hefðu tekið þátt í mótmælunum. Eftir nánari athugun er líklegt að mótmælendur hafi einmitt verið á bilinu 1300-1500 talsins.